Ályktanir Vestnorræna þingmannaráðsins 1992

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 21:25:54 (7523)

     Frsm. utanrmn. (Björn Bjarnason) :
    Frú forseti. Ég kynni hér álit utanrmn. um tillögu til þál. um ályktanir Vestnorræna þingmannaráðsins 1992. Álitið er stutt, svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna og leggur til að hún verði samþykkt með breytingum sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali.``
    Undir þetta skrifa Björn Bjarnason, Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Geir H. Haarde, Páll Pétursson, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Árni R. Árnason.