Röð mála á dagskrá

163. fundur
Þriðjudaginn 27. apríl 1993, kl. 21:26:54 (7524)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég sé að það er verið að breyta hér röð frá dagskrá. Auðvitað hefur forseti alla heimild til þess að víkja til liðum á dagskránni, en ég hefði nú óskað eftir því að það yrði reynt að fylgja nokkurn veginn raðaðri dagskrá og ég hef grun um það að það séu nokkrar ástæður fyrir því að hér er heldur tómlegt í þingsal. Mér finnst það nú ekki alveg við hæfi að halda hér áfram þingfundum með einn eða tvo þingflokka á fundum, ef ég get rétt í eyðurnar hér í þingsalnum.