Lögræðislög

164. fundur
Miðvikudaginn 28. apríl 1993, kl. 17:53:08 (7569)


     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Vegna þess að önnur röð er á málum en dagskrá gaf til kynna gafst mér ekki tími til að finna gamalt þingmál sem ég flutti sjálf ásamt fleiri hv. þm. sem einmitt tóku á því vandamáli sem hér er reynt að leysa, sem sagt breytingu á lögum um lögræðissviptingu og ég mun kannski síðar gera grein fyrir því vegna þess að ríkisstjórnin virðist ekki fara að þeim sjálfsagða sið að geta þeirra sams konar mála sem áður hafa verið flutt í þinginu en ég mun þá gera það frekar við 2. umr. Ég fagna þessu frv., ég held að þetta sé mjög nauðsynlegt og tryggi rétt borgaranna til þess að öðlast aftur borgararétt þegar meðferð er lokið. Ég mun fara ofan í þetta betur milli umræðna en ég kom hingað í ræðustól fyrst og fremst til þess

að lýsa yfir stuðningi við frv. og fagna því að nú hefur eitthvað verið gert í þessum málum. Okkar frv. náði ekki fram að ganga á sínum tíma en nú er bót gerð og ég fagna því.