Lagaákvæði er varða samgöngumál

164. fundur
Miðvikudaginn 28. apríl 1993, kl. 19:44:16 (7588)


     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það kemur auðvitað stundum fyrir að lögum er breytt í þinginu eftir að frv. hefur verið lagt fram sem miðast við hin eldri lög. Auðvitað eru þessar ábendingar réttar að rétt sé að horfa á hvort tilvitnanir eigi við eftir að lögum hefur verið breytt samkvæmt öðrum frumvörpum. Ég veit að formaður samgn. sem er þingvanur maður mun auðvitað athuga það á milli umræðna. Mér finnst það eðlilegt. Þetta er mjög þörf ábending og sjálfsagt að þessir hlutir séu í lagi. Það hefur ekki áhrif á það að auðvitað er hægt að ljúka 2. umr. málsins.