Efling heimilisiðnaðar

165. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 11:16:42 (7614)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda að koma með þetta mál hér inn sem ég tel að sé þarft að hreyfa. Það hefur verið veruleg þróun víða um land hvað þetta snertir núna á allra síðustu árum og það hefur leitt það í ljós að þarna eru e.t.v. miklu meiri möguleikar heldur en margir ætluðu í upphafi. Þótt þessi þróun sé skammt á veg komin, þá er það svo að það er allnokkur hópur fólks víða um land sem hefur orðið af heimilisiðnaði, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lagt er til að verði höfð um heimilisiðnað í skýrslunni sem forsrh. las upp úr, verulegan hluta tekna sinna og í einstaka tilfellum allar sínar tekjur. Og ég hvet til þess að það verði unnið af hálfu ríkisstjórnarinnar að þessu máli á grundvelli þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir.