Vandi verslunar í strjálbýli

165. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 12:32:12 (7638)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það með hv. fyrirspyrjanda að það er auðvitað einkum og sér í lagi á sviði rekstrarráðgjafar sem ráðuneyti gæti yfirleitt látið eitthvað gott af sér leiða á þessu sviði en vek jafnframt athygli á því að það er einmitt á því sviði sem ráðuneytið hefur einbeitt sér í því að fylgja fram tillögum og ábendingum umræddrar nefndar með því að ráða rekstrarráðgjafa til þess sérstaklega að sinna þessum málum varðandi verslunina á landsbyggðinni.