Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 13:37:40 (7643)

     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Eins og komið hefur fram við atkvæðagreiðsluna er nokkuð góð samstaða um þetta frv., þ.e. flestallir telja það til mikilla bóta og það kom einnig fram í umræðum um þetta frv. í gær við 2. umr. að þetta þætti til mikilla bóta vegna réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum. Það er hins vegar mjög sérkennilegt að einmitt í þessari grein, 7. gr., stendur að lög þessi öðlist gildi um leið og samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði. Þar sem þetta er um svo gott mál að ræða þá tel ég eðlilegt að þessi lög taki gildi nú þegar og þess vegna hef ég ákveðið að flytja brtt. við 3. umr. málsins hvað það varðar og ætla því að sitja hjá við afgreiðslu þessarar greinar nú.