Tvíhliða samskipti við Evrópubandalagið

166. fundur
Fimmtudaginn 29. apríl 1993, kl. 21:58:43 (7699)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Ég var ekki að agnúast út í þessa tillögu. Ég var að spyrja um efni hennar. Ég er ekkert að agnúast út í þetta. Ég sagði aldrei að ég væri neitt á móti því --- ég meira að segja hrósaði nefndinni fyrir . . .   ( BBj: Þú sagðir að hún væri tímaskekkja.) Einmitt, eins og hún lítur út hér, að mínu mati. En hún þýðir kannski eitthvað annað en stendur á blaðinu. Það getur vel verið að það felist eitthvað annað í orðunum heldur en hérna stendur. En það held ég að geti varla verið. Ekki er þetta a.m.k. skýrt neitt sérstaklega í nál. Ég er ekki að agnúast út í það. Ég er einmitt að hrósa utanrmn. fyrir að afgreiða mál frá sér af því að það er meira heldur en aðrar nefndir gera margar hverjar og þá sérstaklega þegar um er að ræða mál frá stjórnarandstöðunni. Við virðumst oft vera í vandræðum með okkar ágætu mál. En þarna er utanrmn. til fyrirmyndar, en hvað þýðir þessi tillaga og hvað var það sem menn náðu svona miklu samkomulagi um?