Tilkynning um utandagskrárumræðu

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 10:32:01 (7721)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að síðar í dag, eða upp úr kl. 3.30, mun fara hér fram umræða utan dagskrár. Hún fer fram að beiðni hv. 18. þm. Reykv. samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða, og er um gæslu þjóðminja.
    Eins og væntanlega hefur verið tilkynnt eða boðað munu fara fram atkvæðagreiðslur kl. hálftvö í dag, eftir hádegisverðarhlé sem gert er ráð fyrir að verði frá kl. hálfeitt til hálftvö.