Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 13:47:00 (7733)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Það er mat manna í félmn. að að því gefnu að af Evrópsku efnahagssvæði verði, þá muni frv. þetta vera til góðs og því er rétt að leggja til að það verði samþykkt. Hins vegar minni ég á það að fulltrúi Alþb., sem sat þann nefndarfund sem málið var tekið út, undirritar málið með fyrirvara sem er vegna afstöðu flokksins til Evrópska efnahagssvæðisins. Og af minni hálfu, meðan ég vann að málinu í nefndinni, þá lá það ljóst fyrir að það þarf ekki að gera miklar breytingar á frv. þannig að það geti

staðið sjálfstætt sem frv. og sem lög óháð því hvað verður um Evrópska efnahagssvæðið. Af minni hálfu er ekkert því til fyrirstöðu að breyta þessu frv. á þann veg að það geti strax orðið að lögum og gilt hér á Íslandi. Og ég er alveg tilbúinn til þess að leggja fram brtt. nú þegar þar að lútandi ef menn eru með meiningar um annað.