Húsnæðisstofnun ríkisins

167. fundur
Föstudaginn 30. apríl 1993, kl. 18:05:25 (7764)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti hafði hugsað sér að það væri æskilegt ef hægt væri að ljúka þingfundi í dag fyrr en seinna en umræða hefur dregist nokkuð í einu stóru máli eins og hv. þm. er kunnugt um. Það var aldrei talað um það að þingfundi skyldi lokið kl. 18 heldur var gert ráð fyrir því að honum lyki fyrir kvöldmat. Hér fór m.a. fram utandagskrárumræða í dag í hálftíma þannig að forseti hefur gert ráð fyrir því að haldið yrði áfram fram undir kl. 7 ef á þyrfti að halda til þess að ljúka þó ekki væri nema umræðu í þessu máli og því máli sem var frestað nú rétt áðan. Hv. þm. er á mælendaskrá í báðum þessum málum og forseti væntir þess að það sé áhugamál hv. þm. að hann fái tækifæri til að ljúka sínum ræðum. En að öðru leyti mun fundi ekki verða haldið áfram lengur.