Almennar stjórnmálaumræður (útvarpsumr.)

168. fundur
Mánudaginn 03. maí 1993, kl. 20:33:16 (7774)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur fær 30 mínútur til umráða sem skiptast í þrjár umferðir, um það bil 10 mínútur í hverri. Röð flokkanna verður í öllum umferðum: Framsfl., Sjálfstfl., Alþb., Alþfl. og Samtök um kvennalista. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Framsfl. talar í fyrstu umferð Steingrímur Hermannsson, 7. þm. Reykn., í annarri umferð Ólafur Þ. Þórðarson, 2. þm. Vestf., og í þriðju umferð Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl. Fyrir Sjálfstfl. talar í fyrstu umferð Davíð Oddsson forsrh., í annarri umferð Lára Margrét Ragnarsdóttir, 13. þm. Reykv., og Guðjón Guðmundsson, 5. þm. Vesturl., en í þriðju umferð Árni M. Mathiesen, 3. þm. Reykn. Ræðumenn Alþb. verða í fyrstu umferð Ragnar Arnalds, 3. þm. Norðurl. v., í annarri umferð Margrét Frímannsdóttir, 4. þm. Suðurl., og Sigríður Jóhannesdóttir, 8. þm. Reykn., en í þriðju umferð Svavar Gestsson, 9. þm. Reykv. Fyrir Alþfl. talar Jóhanna Sigurðardóttir félmrh. í fyrstu umferð, Rannveig Guðmundsdóttir, 11. þm. Reykn., í annarri umferð, en Karl Steinar Guðnason, 6. þm. Reykn., í þriðju umferð. Fyrir Samtök um kvennalista talar í fyrstu umferð Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn., í annarri umferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 10. þm. Reykv., og í þriðju umferð Kristín Ástgeirsdóttir, 18. þm. Reykv.