Evrópskt efnahagssvæði

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 14:01:57 (7797)

     Ragnar Arnalds :
    Virðulegi forseti. Þingflokkur Alþb. greiddi atkvæði gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu með mörgum skýrum rökum. Þau rök eru enn í fullu gildi. Það er eftirtektarvert nú þegar endanleg afgreiðsla fer fram á þessu máli að flest bendir til þess að samningurinn taki ekki gildi á þessu ári. Þá er einmitt ágætt að rifja það upp hvílíkt óðagot var hér uppi af hálfu hæstv. ríkisstjórnar þegar því var haldið fram að stjórnarandstaðan væri um það bil að tefja og kollvarpa þessum samningi vegna þess að hún var ekki tilbúin að afgreiða hann án þess að taka hann til eðlilegrar umfjöllunar hér í þinginu. Ég segi nei.