Húsnæðisstofnun ríkisins

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 15:01:11 (7818)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Eins og hv. þm. gat um þá var nokkur óvissa um ýmis mál hvort þau yrðu lögð fram á þinginu. Þeirri óvissu er nú eytt og forsætisnefnd hefur komið saman og rætt þinghaldið fram undan og miðar við það að þinghaldi ljúki samkvæmt starfsáætlun ef ekki koma upp einhverjir óvæntir atburðir.
    Þingflokksformenn, bæði stjórnar og stjórnarandstöðu, hafa einnig rætt málin þannig að það er verið að reyna að skipuleggja þinghaldið með það fyrir augum að ljúka þingstörfum samkvæmt starfsáætlun en auðvitað getur alltaf eitthvað óvænt komið upp á sem ekki er fyrirsjáanlegt nú.