Húsnæðisstofnun ríkisins

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 15:53:05 (7828)

     Steingrímur J. Sigfússon (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það sem hv. 5. þm. Vestf. sagði áðan. Ég held það sé eðlilegt á þessu stigi umræðna að hæstv. ráðherra svari þeim spurningum sem fram hafa komið í máli ræðumanna þegar þeir hafa nýtt sér fyrri rétt sinn til að tala við þessa umræðu. Úr því að hæstv. ráðherra er á mælendaskrá þá óska ég eindregið eftir því að hæstv. ráðherra fái orðið áður en ég þarf að nýta minn seinni

rétt til að tala hér. Ég, meðal annarra, lagði nokkrar spurningar fyrir hæstv. ráðherra og vil gjarnan fá að heyra svör hæstv. ráðherra áður en ég missi rétt minn til að tala efnislega í umræðunum.