Húsnæðisstofnun ríkisins

169. fundur
Þriðjudaginn 04. maí 1993, kl. 23:08:26 (7867)


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst nú alveg óþarfi hjá hv. þm. að túlka orð mín svo í ræðustól áðan að ég hafi tekið vel í að skoða breytingar á þessari grein þar sem ég sagði að það væri ekki óeðlilegt að þingmenn hugleiddu það hvort það væri ástæða til þess að setja eitthvert slíkt þak. Ég tel að það sé óþarfi vegna þess að sértekjur sem koma fram í fjárlögum sem eru þá heimildir Húsnæðisstofnunar til sértekna af gjaldtöku verða að rúmast innan þeirra ramma þannig að menn sjá það á hverjum tíma hvaða svigrúm er til slíks.