Evrópskt efnahagssvæði

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 16:39:08 (7903)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. spyr enn hvort búið sé að afhenda fullgildingarskjöl til staðfestu tvíhliða samningi Íslands við Evrópubandalagið um gangkvæm skipti á veiðiheimildum. Hann hefur spurt áður og fengið skýrt svar. Svo var ekki. Hann spyr enn og fær sama svarið. Ástæðan er mjög einföld: Evrópubandalagið hefur ekki staðfest þennan samning og hann verður að sjálfsögðu ekki fullgiltur og kemur ekki til framkvæmda við svo búið.