Evrópskt efnahagssvæði

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 17:17:47 (7911)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Þetta er dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga. Verði það frv. sem hér eru greidd atkvæði um samþykkt af þinginu og þar með sá samningur staðfestur með öllu sem honum fylgir er Alþingi að afsala sér frumkvæði í mótun löggjafar á þýðingarmestu sviðum þjóðmála. Þá mun slík löggjöf vera mótuð og ákvörðuð af framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins og ráðherraráði Evrópubandalagsins og berast hér inn á borð alþingismanna þar sem kostirnir eru fáir aðrir en að beygja sig. Fyrir þá sem eru andvígir þessum samningi, fyrir þá sem treysta vilja sjálfstæði þjóðarinnar til frambúðar verður það verkefni frá þeim degi sem þessi samningur gengi í gildi að vinna gegn honum og losa íslenska þjóð úr þeim fjötrum sem á að reyra hana í með þessum samningi. Ég segi nei.