Evrópskt efnahagssvæði

170. fundur
Miðvikudaginn 05. maí 1993, kl. 17:24:00 (7914)

     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Með aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði er verið að færa verulegt vald á mikilvægum sviðum til yfirþjóðlegra stofnana í Brussel. Með aðild að Evrópsku efnahagssvæði er verið að undirgangast efnahagsstefnu sem tekur fyrst og fremst mið af hagsmunum stórfyrirtækja en hagsmunir fólksins mæta afgangi. Slíka efnahagsstefnu aðhyllist ég ekki. Slík stefna er sérstaklega óhagstæð konum. Með aðild að Evrópsku efnahagssvæði væri tekið stórt skref inn í sjálft Evrópubandalagið. Ég segi nei.