Frágangur stjórnarfrumvarpa

171. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 10:50:41 (7943)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég held að þetta sé þörf fyrirspurn sem hér hefur verið hreyft og hæstv. forsrh. hefur svarað. Ég hygg að það sé venjan í sumum ráðuneytum alla vega að halda þannig á málum að meiri háttar mál eru lesin, a.m.k. hafði ég það fyrir reglu þegar ég var í menntmrn., að láta íslenskulesa öll meiri háttar frv. sem lögð voru hér inn.
    En ég vil benda á það í þessu samhengi hvort ekki sé rétt að Alþingi hafi starfandi sérstakan málfarsráðunaut. Við höfum auðvitað málfarsráðunaut í hlutastarfi þar sem er Helgi Bernódusson sem er góður starfsmaður hér og hefur oft forðað ,,slemmunum`` í mörgum ljótum textum sem lagðir hafa verið fyrir þingið. En það er spurning hvort Alþingi á ekki að hafa slíkan málfarsráðunaut starfandi sem fjallar þá

ekki bara um þingmannafrumvörp heldur líka um stjórnarfrumvörp áður en þau eru lögð fram svo og greinargerðir með þeim frumvörpum.