Tilkynning um utandagskrárumræðu

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 13:12:02 (7986)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill geta þess að hér er fyrirhuguð hálftíma utandagskrárumræða að beiðni hv. 4. þm. Austurl. Hún mun væntanlega geta farið fram á þessum fundi í dag að loknum atkvæðagreiðslum sem fyrirhugaðar eru kl. hálffjögur eins og áður hefur verið tilkynnt. Þá fara fram atkvæðagreiðslur um þau mál sem þá þegar liggja fyrir til atkvæðagreiðslu og umræðu er lokið um. En þessi umræða verður samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa. ( Gripið fram í: Um hvað?) Utandagskrárumræðan á að fjalla um fréttir af áformum Bandaríkjamanna um breytingu á herstöðinni í Keflavík. ( Gripið fram í: Hver hefur áhyggjur af því?) Um það fer fram utandagskrárumræða og eins og forseti hafði tilkynnt og getur endurtekið er það að beiðni hv. 4. þm. Austurl.