Afgreiðsla mála í nefndum

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 14:10:08 (8010)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en forseti gefur hv. 5. þm. Reykv. orðið er ástæða til að minna á að það er ekkert dæmi um það á síðari árum að mál séu tekin á dagskrá án þess að nefndir hafi lokið störfum og meiri hluti nefndar skilað áliti, það er ekkert dæmi til um það. Og samkvæmt 2. mgr. 18. gr. þingskapa skal forseti gera áætlun um afgreiðslu mála úr nefndum í samráði við formenn þeirra þannig að unnt sé að skipa málum niður á dagskrá þingsins í hagkvæmri tímaröð og dreifa þeim sem jafnast á þingtímann.