Tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 17:06:51 (8041)

     Frsm. menntmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um till. til þál. um tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu og sögustaði, en 1. flm. þeirrar tillögu er sú sem hér stendur.
    Menntmn. fjallaði um þetta mál og komst að þeirri niðurstöðu að afgreiða tillöguna frá sér með nokkrum breytingum. Brtt. er að tillögugreinin verði svohljóðandi, með leyfi forseta:
    ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa fimm manna nefnd til að setja fram hugmyndir og tillögur um það hvernig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenningu og bókmenntir til

að efla og bæta ferðaþjónustu innan lands.``
    Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir nál. skrifa Sigríður Anna Þórðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Björn Bjarnason, Svavar Gestsson, með fyrirvara, Kristín Ástgeirsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Johnsen og Tómas Ingi Olrich.
    Þess ber að geta að tillagan fékk mjög jákvæðar umsagnir frá þeim sem hún var send til og því varð það niðurstaða nefndarinnar að taka út úr upprunalegu tillögunni upptalningu á ýmsum sérfræðingum sem þar eru nefndir og gefa frjálsar hendur um það hverjir verða skipaðir í nefndina en ég vona svo sannarlega að þetta mál nái fram að ganga.