Tengsl ferðaþjónustu við íslenska sögu

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 17:08:26 (8042)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég skrifaði undir þetta nál. með fyrirvara og fyrirvarinn lýtur að því að með hliðsjón af hinum nýstárlegu söguskoðunum sem birst hafa í sjónvarpinu að undanförnu, þá finnst mér ástæða til þess að vara hæstv. menntmrh. sérstaklega við í sambandi við skipun þessarar nefndar. Ég mundi t.d. ógjarnan vilja sjá Baldur Hermannsson í nefndinni svo ég nefni dæmi, virðulegi forseti, án þess að kasta að öðru leyti rýrð á þann mann.