Utandagskrárumræður

172. fundur
Fimmtudaginn 06. maí 1993, kl. 18:44:00 (8076)

     Stefán Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Það var athyglisverð ræða sem hv. þm. Guðrún Helgadóttir flutti hér og ekki skal ég stofna hér frekari deilna og hef ekki gert það hér mikið í dag. En athyglisverð hafa mér fundist orð hæstv. utanrrh. um þörfina á því að breyta hér þingsköpum vegna þess hversu menn hafa beitt þeim og nota þann rétt sem þeir eiga.
    Ég ætla ekki að gerast dómari í því en það hefur ekki farið fram hjá mér né öðrum að hér hefur staðið aðeins álengdar einn ágætur þingmaður og núv. ráðherra, Halldór Blöndal. Vegna þess að ég veit að hann hefur fylgst grannt með þessum umræðum, þá langar mig til að biðja hann að koma hér örskamma stund, vegna þess að hann hefur satt best að segja ekki tafið þingið mikið í vetur úr þessum ræðustól, og fá aðeins álit hæstv. ráðherra á þessum þingsköpum. Hvort hann sé orðinn á þeirri skömu skoðun og hæstv. utanrrh. að þetta sé bara orðið hið versta mál að menn tali um þingsköp. Það er maður með reynslu í þessu,

Halldór Blöndal.