Alþjóðasamningur um viðbúnað gegn olíumengun

174. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 10:06:26 (8130)

     Frsm. utanrmn. (Björn Bjarnason) :
    Frú forseti. Ég geri grein fyrir áliti utanrmn. á þskj. 1113 um till. til þál. um fullgildingu alþjóðasamnings um viðbúnað og viðbrögð gegn olíumengun og samstarf þar um, 1990.
    Nefndin fjallaði um tillöguna og fékk á sinn fund til viðræðna um efni hennar Jón Gunnar Ottósson, skrifstofustjóra í umhvrn., og Þóri Ibsen, deildarsérfræðing í umhvrn. Þá barst nefndinni umsögn um tillöguna frá umhvn. og gerir nefndin ekki athugasemd við samþykkt hennar.
    Nefndin mælir einróma með samþykkt tillögunnar.