Afgreiðsla frumvarps um framleiðslu og sölu á búvörum

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 13:32:36 (8179)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill aðeins staðfesta það sem hv. 1. þm. Norðurl. v. sagði hér og vonast til þess að þurfa ekki að skýra það nánar. Hér liggur fyrir dagskrá og forseti kom til móts við óskir hv. 3. þm. Austurl. um að færa mál landbn. saman á dagskránni. Þannig er reynt að gera með fleiri mál sem tilheyra sömu nefnd, að hafa þau samhliða þegar það er hægt, og væntir forseti þess að fundur geti nú gengið eðlilega fyrir sig og þá kemur það væntanlega í ljós hvað umræðurnar taka langan tíma. Forseti á afskaplega erfitt með, eins og þingmenn vita, að tímasetja hvenær eitthvert mál kemur á dagskrá. Það fer eftir því hvað talað er lengi í hverju máli. Það sjá allir hvernig dagskráin liggur fyrir í dag og við höldum hér áfram og reynum að vinna vel og koma málum áfram. Það er ósk forseta. Og öðruvísi getur forseti ekki svarað þessu.