Atvinnuleysistryggingar

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 21:53:14 (8268)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Varðandi þessi námskeið sem ég gerði að umtalsefni. Formaður heilbr.- og trn. sagði að starfsþjálfun sem er vistuð í félmrn. ætti að bjóða upp á þetta. Það eru út af fyrir sig góð og gild svör. En það er ekki endilega vístað þetta sé besta lausnin. Nú er þessi hópur mjög marglitur sem þarna er um að ræða, sem verður atvinnulaus, og það er ekki allt ófaglært verkafólk heldur getur þetta verið fólk með ýmiss konar bakgrunn og ýmiss konar starfsmenntun og fagmenntun. Mér finnst dálítið sérkennilegt að þetta skuli vera orðað með þessum hætti vegna þess að það gæti ekki síður verið mikilvægt að þetta fólk fyndi sér sjálft námskeið sem hentaði því og ætti vel við. En ef þetta er einungis um tilboð að ræða þá ætla ég ekki að gera athugasemdir við það.