Atvinnuleysistryggingar

175. fundur
Föstudaginn 07. maí 1993, kl. 22:43:03 (8277)


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Út af því sem hv. síðasti ræðumaður nefndi að það þurfi að koma skýlaust hér inn að ef þessi námskeið standi ekki til boða þá sé ekki gerð þessi krafa um endurmenntun og starfsþjálfun. Þetta er ekki bara skilningur hæstv. heilbrrh. heldur einnig nefndarinnar sem fjallaði um það. Hún fjallaði alveg sérstaklega um þetta atriði og það var hennar skilningur að ef þessi námskeið væru ekki í boði þá yrði þessi krafa ekki gerð. Ég tel að ekki þurfi að setja það inn í lögin, það mætti setja það inn í reglugerð. Ég mun koma því á framfæri við hæstv. heilbrrh. að kveðið verði skýrt á um þetta í reglugerð og ég tel að það ætti að nægja.