Veiðiheimildir í lögsögu annarra ríkja

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 10:30:17 (8309)

     Frsm. sjútvn. (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um till. til þál. um veiðiheimildir í lögsögu annarra ríkja. Hv. sjútvn. hefur fjallað um þetta mál og fékk um hana umsagnir frá Vélstjórafélagi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Útflutningsráði Íslands. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar.
    Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Samtaka um kvennalista, sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er málinu einnig sammála.
    Undir þetta nál. rita Össur Skarphéðinsson frsm., Guðjón A. Kristjánsson, Halldór Ásgrímsson með fyrirvara, Jóhann Ársælsson með fyrirvara, Stefán Guðmundsson með fyrirvara, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson, Steingrímur Jóhann Sigfússon með fyrirvara og Árni R. Árnason.