Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 11:27:57 (8324)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
    Virðulegi forseti. Mér finnst rétt að greina frá því, þar sem við Finnur Ingólfsson, hv. 11. þm. Reykv., skrifum undir með fyrirvara, hver ástæðan var. Þegar þetta var afgreitt út úr nefnd þá lágu ekki fyrir fullkomnar upplýsingar að okkar mati um það hvað þarna væri á ferðinni, hvað væri um mörg fyrirtæki að ræða og hvaða samningar hefðu legið þar áður að baki. Í millitíðinni, frá því að þetta var afgreitt út úr nefndinni, höfum við kynnt okkur það og fengið upplýsingar og sjáum ekkert athugavert við þetta mál og eðlilegt að samþykkja það. Þetta taldi ég eðlilegt að kæmi fram.