Afturköllun máls

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 11:28:51 (8325)

     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Áðan þegar 13. mál var á dagskrá hafði hv. hv. 4. þm. Norðurl. e. haldið hér ræðu og ég beðið um að veita andsvar við henni. Ég lít svo á að andsvör séu hluti ræðunnar og ekki hægt að skilja þar á milli. Hins vegar úrskurðaði forseti að það ætti að taka málið af dagskrá um leið og tillagan var kölluð aftur. Ég er ekki sammála þeim úrskurði og vildi koma því á framfæri við frú forseta að í þessu tilviki hefði a.m.k. átt að ljúka þeirri ræðu sem þar var hafin og hefði í raun að mínu mati ekkert mælt gegn því að ljúka umræðunni, en það er hins vegar annar handleggur. Þessu vildi ég koma á framfæri, virðulegur forseti, áður en lengra er haldið.