Afturköllun máls

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 11:50:08 (8328)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill vegna loforðs við hv. 15. þm. Reykv. fyrir stuttu upplýsa að sérfræðingar Alþingis hafa farið yfir athafnir forseta þegar 13. dagskrármál var kallað aftur og komist að þeirri niðurstöðu að þar hafi verið hárrétt að farið og gleður það forseta mjög. Forseti studdist við ákvæði 60. gr. þingskapalaga þar sem segir að ævinlega sé heimilt á öllum stigum máls að kalla það aftur en hins vegar sé hverjum hv. þm. heimilt að taka hið sama mál upp að nýju á sama fundi.
    En ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að ég hafði hins vegar ekki tekið eftir að hv. 15. þm. Reykv. hafði beðið um að veita andsvar og það harma ég. Ég hygg að ég hefði leyft andsvarið ef ég hefði veitt því athygli í tíma.