Vegáætlun 1993--1996

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 15:56:10 (8381)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Eins og kom fram í umræðum um þetta mál í gær hefur minni hluti samgn. skilað séráliti hvað varðar tekjuöflunina og hvernig hún er uppsett í tillögunni. Einnig um þá breytingu á skilgreiningu á Stórverkefnasjóði sem sett er fram með þeim breytingum sem hér eru.
    Við höfum ákveðið að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu þar sem við höfum lítið verið höfð með í ráðum í sambandi við framkvæmdaátak ríkisstjórnarinnar og erum að ýmsu leyti ósammála því hvernig tekjustofnar eru uppsettir hér. Við höfum jafnframt tekið það fram í minnihlutaálitinu að við gerum ekki athugasemdir við afgreiðslu þingmannahópa sem allir hafa staðið að. En þar sem óhægt er um vik að taka það sérstaklega út úr þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þetta í heild.