Fríverslunarsamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Ísraels

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 16:02:28 (8383)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegur forseti. Ef þessi þáltill. verður samþykkt þá eru Íslendingar að gera skuldbindandi viðskiptasamning eða fríverslunarsamning við Ísraelsríki sem er ríki sem byggir á kynþáttaaðskilnaðarstefnu, sem er ríki sem hefur hernumið stór landsvæði byggð Palestínumönnum og innlimað í ríki sitt, ríki sem hefur gerst brotlegt við Genfarsáttmálann um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum, ríki sem hefur gerst brotlegt við fjölmargar samþykktir Sameinuðu þjóðanna, ríki sem hefur ástundað mannréttindabrot og ríki sem mun eftir sem áður hafa öll tök á að hindra frjáls viðskipti Palestínumanna bæði innan landamæra og við umheiminn. Ég segi því nei.