Atvinnuleysistryggingar

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 16:36:00 (8393)


     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :

    Virðulegur forseti. Sú brtt. sem meiri hlutinn flytur hér við 11. gr. breytir engu um það að örorkustyrkþegar sem fá nú kannski 8--10 þús. kr. út úr almannatryggingum vegna aukakostnaðar sem þeir hafa af sinni örorku, þeirra styrkur mun skerðast sem þessu nemur, þ.e. atvinnuleysisbæturnar munu skerðast fyrir hverja einustu krónu sem þeir fá í örorkustyrk vegna aukakostnaðar sem þeir hafa af fötlun sinni. Minni hluti heilbr.- og trn. er því andvígur þessari tillögu.