Framhald þingfundar

176. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 21:27:27 (8464)

     Steingrímur J. Sigfússon :
    Hæstv. forseti. Ef forseti hefur verið að lýsa því yfir hér áðan að atkvæðagreiðslur færu fram um öll þau mál sem útrædd eru á dagskrá þessa fundar þar með talið 25. dagskrármálið í upphafi næsta fundar þá út af fyrir sig skal ég ekki gera frekari athugasemdir við þá tilhögun þó að ég telji hana nokkuð óvenjulega í ljósi þess að væntanlega er mönnum kappsmál að þurfa ekki að slíta hér og setja fleiri fundi en efni standa til. Eðli málsins samkvæmt er það þannig að það að láta ekki fara fram atkvæðagreiðslur í lok 2. umr. um þessi mál kallar augljóslega á slíkt með því að þau verða þá í sömu stöðu prentuð á dagskrá næsta fundar en hefðu ella getað færst yfir til 3. umr. þau mál sem þannig háttar til um. En ef taka má yfirlýsingu hæstv. forseta áðan svo að í upphafi næsta fundar fari fram atkvæðagreiðslur um öll þessi mál og þar með talið 25. dagskrármálið, sem af vissum ástæðum hefur orðið mönnum nokkuð tíðrætt, þá geri ég ekki frekari athugasemdir við það.