Frestun á fundum Alþingis

177. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 21:59:26 (8475)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég tel það mjög óeðlilegt að nú eigi að fara að byrja á því að ganga til atkvæða um frestun á fundum Alþingis. Hér eru önnur mál til umræðu og atkvæðagreiðslu í 2. umr. og svo eru önnur mál sem eru alveg órædd samkvæmt þeirri dagskrá sem hér liggur fyrir. En ef þinglok eiga að fara fram

með þessum hætti þá eru þau vissulega í takt við aðra málsmeðferð hér í dag.
    Ég tel það ekki verjandi að fresta fundum Alþingis við þessar aðstæður, ég vil engan þátt eiga í slíku og ég segi nei.