Framleiðsla og sala á búvörum

177. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 23:32:37 (8491)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég tek undir það sem hér hefur komið fram að það sé eðlilegt að það sé þingið sem skeri úr um það hvort þetta mál sé tekið til afgreiðslu. En ef ekki fást önnur svör frá hæstv. forseta, þá vil ég spyrja forseta hvort það að nú er hlaupið yfir 16. mál þýði það af hálfu forseta að þetta mál eigi ekki að fá frekari afgreiðslu. Ég lít á það sem mjög alvarlegt mál. Við fulltrúar Framsfl. í landbn. skrifuðum undir nál. meiri hlutans og studdum formann nefndarinnar í gegnum alla vinnu að málinu til þess að koma því hér í gegn og ég hlýt út frá því, og þar sem hér er um að ræða stjfrv. sem hlýtur þá að eiga vísan stuðning verulegs hluta stjórnarliða, að þetta mál eigi hér meirihlutafylgi í þinginu, að ítreka það sem ég hef sagt hér í tvígang fyrr í dag: Fái þetta mál ekki afgreiðslu, þá er minni hlutinn í þinginu að níðast á meiri hlutanum og brotnar allar þingræðishefðir.