Framleiðsla og sala á búvörum

177. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 23:40:05 (8493)

     Jón Helgason (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég býst við að flestum sé ljóst að þegar menn eru búnir að gefa eftir þá verður staðan ekki sterkari á eftir hvort sem það líða einhverjar vikur eða mánuðir þangað til næst verður tekist á um þetta mál eða hvenær sem það verður. ( EgJ: Hver hefur gefið eftir?) Ja, gefið eftir að láta þetta ekki ganga til atkvæða eins og var talið fyrr í dag að yfirgnæfandi meiri hluti væri fyrir og væri ofbeldi ef ekki næðist fram að ganga.
    En ég ætlaði fyrst og fremst að spyrja hæstv. forseta að því hvaða skýringu forseti hefur á því að ganga ekki til atkvæða um þetta mál. Umræðu er lokið, það er á dagskrá og atkvæðagreiðsla tekur ekki nema örfáar mínútur.