Framleiðsla og sala á búvörum

177. fundur
Laugardaginn 08. maí 1993, kl. 23:41:00 (8494)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseta hefur borist dagskrártillaga frá fimm hv. þm. um að þegar í stað verði gengið til atkvæða um 16. dagskrármálið. Forseti var búinn að taka fyrir 17. dagskrármálið þegar umræða hófst um gæslu þingskapa. Þessum fundi verður nú frestað í tíu mínútur. --- [Fundarhlé.]
    Fyrir liggur dagskrártillaga frá hv. þm. Jóhanni Ársælssyni, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Helgasyni og Jóni Kristjánssyni þar sem lagt er til að þegar í stað verði gengið til atkvæða um 16. dagskrármálið. Forseti telur að þessi dagskrártillaga eigi sér ekki stoð í þingskapalögum. 16. dagskrármálið er því tekið út af dagskrá. ( SvG: Það vantar rök, forseti.)