Afbrigði um kosningu varaforseta og fastanefnda

1. fundur
Miðvikudaginn 19. ágúst 1992, kl. 13:47:01 (6)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Samkvæmt 3. gr. þingskapa skal nú fara fram kosning varaforseta. En þar sem í vændum er breyting á ákvæðum þingskapa um tölu þeirra leggur forseti til að veitt verði afbrigði frá þingsköpum til að kosning varaforseta geti farið fram á morgun. Enn fremur hefur komið fram ósk frá þingflokki Alþýðubandalagsins um að kosningu til fastanefnda samkvæmt 13. gr. þingskapa verði frestað. Forseti leggur því til að greidd verði samtímis atkvæði um þessi afbrigði, þ.e. annars vegar varðandi kjör varaforseta og hins vegar varðandi kosningu í fastanefndir.
    Forseti vill biðja þingmenn um að greiða atkvæði úr því sæti sem þeir höfðu á síðasta þingi. Sýnist forseta að þannig sé nú skipað í sæti í salnum svo atkvæðagreiðslan ætti að geta hafist.