Evrópskt efnahagssvæði

7. fundur
Þriðjudaginn 25. ágúst 1992, kl. 16:18:40 (49)


     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
    Herra forseti. Í tíð fyrri ríkisstjórnar hafði alls ekki nein athugun farið fram á því hvort það stæðist stjórnarskrána að samþykkja sameiginlegan dómstól. Alls ekki. Það er ekki fyrr en sú athugun fer fram, sú vandlega athugun sem hæstv. utanrrh. beitti sér fyrir, að mér verður ljóst, ég viðurkenndi það í minni framsöguræðu, að sú ætlun okkar að hafa sameiginlega dómstól hefði alls ekki staðist. Ég sagði líka í minni ræðu að það hefði ekki breytt út af fyrir sig minni skoðun um sameiginlegan dómstól en hefði fullvissað mig um að það verður að breyta stjórnarskránni til þess að slík ákvörðun verði tekin. Þetta er hið rétta í málinu og ég vil að það komi hér fram.