Evrópskt efnahagssvæði

7. fundur
Þriðjudaginn 25. ágúst 1992, kl. 16:24:45 (55)


     Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka forseta fyrir góðvild hans. Ég vil ekki liggja undir því að ég sé að bera hv. þm. Björn Bjarnason röngum sökum. Ég tek eindregið undir ósk hans um að það verði upplýst hvernig gengið var frá skýrslu hæstv. utanrrh. Jóns Baldvins Hannibalssonar í tíð síðustu ríkisstjórnar. Sú skýrsla var aldrei afgreidd af hálfu þeirrar ríkisstjórnar, aldrei, þannig að ég fagna því ef það verður upplýst alveg skýrt og skorinort með hvaða hætti það var gert þannig að hv. þm. geti haldið sig við sannleikann framvegis og það verður þá kannski til þess að umræðan hér í heild sinni verður málefnalegri. Ég vil þess vegna styðja þessa ósk og vona að þetta verði gert sem fyrst.