Stjórnarskipunarlög

8. fundur
Miðvikudaginn 26. ágúst 1992, kl. 14:32:53 (73)


     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vona að þingmaðurinn hafi tekið eftir því og hann sér það þá í ræðu minni að ég talaði jafnan um að hvorki ég né ríkisstjórin teldi að í EES-samningnum fælist fullveldisafsal. Ég tók það margoft fram og ég hygg að þingmaðurinn þurfi ekkert að misskilja það. Hann getur séð það þegar hann les þennan texta. Ég talaði meira að segja venju fremur hægt.