Stjórnarskipunarlög

8. fundur
Miðvikudaginn 26. ágúst 1992, kl. 15:03:51 (76)


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mig langar að færa sérstakar þakkir til hv. 4. þm. Austurl. fyrir að lesa upp orð mín í Alþýðublaðinu frá 8. júlí. Því miður kom ég þeim ekki að í ræðu minni áðan, en ég þakka honum sannarlega fyrir að hafa flutt þingheimi þetta því þar stendur hvert orð enn óhaggað. Ég vísa til föðurhúsanna ávirðingum þingmannsins á hendur þeim ágætu fræðimönnum sem störfuðu í fjögurra manna nefndinni sem utanrrh. skipaði. Valið í þá nefnd var mjög vandað. Þar eru kennarar í stjórnskipunarrétti og Evrópurétti, hæstaréttardómari og sá starfsmaður dómsmrn. sem kunnugastur er gerð þessara alþjóðasamninga. Þarna var sannarlega reynt að velja til starfa þá sem gerst þekktu til.