Stjórnarskipunarlög

8. fundur
Miðvikudaginn 26. ágúst 1992, kl. 15:07:05 (79)


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil alls ekki hafa það af hv. 4. þm. Austurl. að hann hafi fyrr í sögu þessa máls lýst efasemdum sínum um það að samningurinn væri í samræmi við stjórnarskrána. Hins vegar vísa ég því algjörlega frá að ég hafi hafnað sem ómerkum álitum eða skoðunum lögfræðinga sem fram hafa komið í málinu. Það er nú einu sinni þannig, virðulegi þingforseti, að í máli sem þessu verða menn á endanum að gera það upp við sig hvorum megin hryggjar þetta liggur. Sú niðurstaða var fengin eins og til var stofnað í júlí. Auðvitað eru á málinu margar hliðar en niðurstaðan er ein og hún er fundin rétt, sú að samningurinn samrýmist íslensku stjórnarskránni.
    Enginn hefur nefnt bannorð í sambandi við breytingar á stjórnarskrá. Hins vegar verða hv. þm., eins og hv. 4. þm. Austurl., að þola að mál, eins og stjórnarskrártillagan sem hér er rædd, séu rædd frá ýmsum hliðum (Forseti hringir.) og mig langar að endurtaka tilvitnun hæstv. forsrh. í hófsamleg ummæli ( Forseti: Ég verð að vekja athygli ráðherrans á því að ræðutími hans er búinn.) hv. 8. þm. Reykn. um það hvernig fara skuli með stjórnarskrárbreytingar.