Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 11:49:28 (91)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það gefst nú tækifæri til þess að svara efnislega hlutum sem fram komu í máli þingmannsins og er ekki fært að gera hér. Að vísu hygg ég að í hans löngu ræðu, sennilega tveggja tíma ræðu hafi hann naumast vikið orði að því máli sem á dagskrá er, eða frv., sem kannski er von. En ég taldi hins vegar nauðsynlegt þar sem svo kann að virðast sem ég hafi hagað orðum mínum ógætilega hér fyrr og þingmaðurinn mun hafa skilið mig svo að ég legði hann sem mann og fræðimann að jöfnu við Bjarna Benediktsson, þá er það misskilningur.