Stjórnarskipunarlög

9. fundur
Fimmtudaginn 27. ágúst 1992, kl. 11:59:46 (98)


     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Í andsvari hv. þm. Tómasar Inga gætir þess misskilnings að ég hafi verið að vísa til vinnu þessara tveggja manna, Stefáns Más Stefánssonar og Ólafs Walters Stefánssonar fyrir mörgum missirum síðan. Ég var fyrst og fremst að vísa til þess sem fram kom í utanrmn. að þeir tveir hefðu verið aðalvinnumenn ríkisstjórnarinnar á síðustu mánuðum í að undirbúa þetta frv. um Evrópskt efnahagssvæði sem liggur hér á borðum þingmanna, þingskjalið sjálft. Og það var auðvitað með mínum hætti mjög mikill ljóður á tilurð þessarar nefndar að þeir sem höfðu undirbúið sjálft þingskjalið, frumvarpið, voru síðan látnir meta það hvort þingskjalið stæðist stjórnarskrána eða ekki. ( TIO: Fékk ráðherrann álit Stefáns Más Stefánssonar frá febrúar 1990?) Ég bið þingmanninn forláts, ég man nú ekki hvort --- nei, samkvæmt þingsköpum á hann að vísu ekki rétt á að koma hérna aftur en ég er alveg reiðubúinn að ræða þetta mál við þingmanninn áfram hér í umræðunum þannig að við stöndum jafnfætis og hann eigi rétt til að koma aftur í ræðustólinn og við skulum halda þá þessum þræði áfram síðar.