Tilkynning um dagskrá

11. fundur
Þriðjudaginn 01. september 1992, kl. 13:34:00 (161)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að í dag eru fyrirhugaðar tvær utandagskrárumræður samkvæmt fyrri mgr. 50. gr. þingskapa, þ.e. hálftíma umræða. Annars vegar er það umræða að ósk hv. 4. þm. Suðurl., Margrétar Frímannsdóttur, um Kópavogshælið og hins vegar umræða að ósk hv. 5. þm. Suðurl., Guðna Ágústssonar, um fíkniefnavandann. Það er fyrirhugað að fyrri utandagskrárumræðan hefjist kl. 4 eða um það leyti og sú síðari um eða upp úr kl. 6.
    Þá vill forseti jafnframt geta þess að hér er gert ráð fyrir að fundur geti orðið áfram í kvöld.